Skilmálar

Pantanir

Staðfesting í tölvupósti berst um leið og pöntun er gerð.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Verð eru í íslenskum krónum að meðtöldum 24% virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugl. Hjartastaður áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð eða röng mynd er birt í vefverslun, í þeim tilfellum fær kaupandi endurgreitt. Hjartastaður áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

Innheimt er fast sendingargjald kr. 990,-. Boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.Frí heimsending er á pöntunum yfir kr.10.000,- hvert á land sem er.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:

Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun. 

Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Netgíró. Farið í gegnum örugga greiðslusíðu Netgíró. 

Skilaréttur og vörugalli

Hægt er að skila/skipta vöru allt að 30 dögum eftir að gengið er frá kaupum. Varan þarf að vera heil og ónotuð í upprunalegum umbúðum. 

Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er endurgreiðsla á sama formi og greitt var fyrir vöruna. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Ef upp kemur galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og er sendingakostnaður þá greiddur af Hjartastað eða boðið upp á endurgreiðu sé þess krafist.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Lög og varnarþing

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

Hjartastaður  ehf.
480321-2940
Brekkusel 6, 109 Reykjavík (ath. ekki verslun)

Framkvæmdastjóri: Guðrún Eiríksdóttir
Info@hjartastadur.is
s: 8926199